150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

umræður um málefni samtímans.

[14:11]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég biðst afsökunar á að hafa gripið fram í. Það á ég auðvitað ekki að gera en stundum geta menn ekki stillt sig, sérstaklega þegar forseti er að túlka innihald mitt á þann veg að ég sé ekki að tala um störf þingsins heldur sé kominn í efnisumræðu málsins. Ég held að það væri ágætt ef hæstv. forseti þingsins beitti sér fyrir því og kallaði eftir því hvort það sé rétt sem sá sem hér stendur hélt fram, að gerður hafi verið samningur milli formanna flokkanna um þetta atriði. Það hlýtur að vera hlutverk forseta að vera milliliður í því. Ég trúi ekki öðru. Annars hafa menn nú brugðið út af dagskrá af minna tilefni en þessu og ég held að vel færi á því ef herra forseti myndi reyna að koma á sérstakri umræðu um þau mál af því að þau eru svo sannarlega þess virði.