150. löggjafarþing — 28. fundur,  6. nóv. 2019.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:04]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Ég heyrði ekki betur en að gagnrýni hv. þm. Hönnu Katrínar Friðriksson hafi einmitt snúið að því að hún hafi engin svör fengið um það hvernig brugðist hefði verið við hennar umleitunum um að fá hæstv. heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, á fund með okkur hér í dag til að ræða mál sem hvílir þungt á mörgum. Mér þykir það nú ekki stór spurn að biðja um að slíkum óskum sé a.m.k. svarað og að þingmenn fái að vita hvort hæstv. forseti og starfsmenn þingsins hafi brugðist við slíkum óskum. Mér þykir það hvorki dónalegt né heimtufrekja eða vanþakklæti af hálfu hv. þingmanna að óska eftir því að þeir fái að vita það.