150. löggjafarþing — 28. fundur,  6. nóv. 2019.

Landsvirkjun.

[15:16]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Í því dæmi sem hv. þingmaður nefnir hér var það forsætisráðuneytið sem veitti undanþáguna. Löggjöfin er eins og hún er en í þessu tilviki var það forsætisráðuneytið sem veitti undanþáguna. Landsvirkjun hefur aldrei verið í beinum samningaviðræðum um sæstreng, hvorki nú né áður, þannig að það liggi alveg fyrir.

Almennt er ég þeirrar skoðunar að opinberar stofnanir og opinber fyrirtæki eigi að hafa eins mikið gagnsæi í sínum störfum og upplýsingagjöf og kostur er. Í þessu tilviki var send fyrirspurn og þar kom svar og forsætisráðuneytið veitir undanþágu. Þar með er það þannig. Ég hef ekki forsendur til að leggja mat á það, þegar ég stend hér, hvaða forsendur þau hafa fyrir því að (Forseti hringir.) bera fyrir sig þá heimild sem þau síðan fengu um að birta ekki frekari upplýsingar, en engar samningaviðræður eru hjá Landsvirkjun um lagningu sæstrengs.