150. löggjafarþing — 28. fundur,  6. nóv. 2019.

skerðingar öryrkja.

[15:31]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir þessi svör og ég tek hann á orðinu. Loksins! Reiknum þetta í rauntíma, reiknum þetta rétt. Það varðar hann. Hvernig eru skattar reiknaðir? Skattar koma á réttu ári en hvenær koma skerðingarnar? Þær koma ári seinna. Koma þær inn í skattframtalið? Nei, aldrei. Þetta gildir um allar skerðingar. Þær koma ári seinna og koma aldrei fram á skattframtali. Menn fá kannski 100.000 kr. inn á reikninginn sinn sem eru skatttekjur en það er tekið ári seinna, algjörlega 100.000 kallinn, en þetta kemur hvergi fram á skattframtali. Látum reikna þetta rétt út. Við skulum bara taka það saman. Ég er alveg sammála, ég þakka ráðherra kærlega fyrir og vona heitt og innilega að við reiknum þetta nákvæmlega svona út.