150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[15:02]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er ekki ætlun mín að fara í mikinn slag um það til hvaða nefndar þetta mál fer en ég vildi engu að síður að það yrði meðvituð ákvörðun þingsins að færa mannvirkjamálin frá umhverfis- og samgöngunefnd yfir til velferðarnefndar. Við þekkjum umræðuna um sameiningu þeirra þátta sem snúa að Íbúðalánasjóði, mannvirkjamálum og síðan aftur skipulagsmálunum sem áfram eru undir umhverfis- og samgöngunefnd. Það eru margir sem horfa til þess að eitt skref til viðbótar verði stigið og þeir þættir sem nú eru sameinaðir verði síðan með einum eða öðrum hætti sameinaðir skipulagsmálunum innan sama ráðuneytis. Í því ljósi teldi ég skynsamlegt að vista þau mál, alla vega enn um sinn, hjá umhverfis- og samgöngunefnd og legg það sjónarmið bara hér í salinn.