150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:17]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Hér er um að ræða tillögu um að hækka þakið á endurgreiðslum vegna rannsóknar- og þróunarstyrkja fyrirtækja. Ísland er neðst á lista OECD-ríkja sem beita slíkri aðferð. Við þurfum markvissar aðgerðir í þá átt að afnema þakið alveg. Slíkar fjárfestingar munu á endanum skila sér bæði í auknum tekjum ríkissjóðs en líka með aukinni verðmætasköpun og við að byggja upp öflugt nýsköpunarstarf og þekkingariðnað í landinu. Við ættum í rauninni ekki að hafa efni á því að hafna þessari tillögu en það höfum við því miður gert. Það birtist víða í þessu fjárlagafrumvarpi að ríkisstjórnin hefur ekki dug til að mæta áskorunum framtíðar.