150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:41]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um að veita 150 milljónir aukalega í styrki til sveitarfélaga til að mæta þörf notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar sem við köllum NPA. Við höfum verið að kvótasetja þessa aðstoð. Við erum að mismuna fötluðu fólki, að sumir fái en aðrir ekki, þannig að ég legg þetta í ykkar hendur. Ég trúi því ekki að við getum ekki verið sammála um að það sé algerlega síðasta sort að mismuna fötluðu fólki um þá nauðsynlegu þjónustu sem það þarf á að halda.

Ég segi já.