150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:02]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Vandamálin í umhverfismálum eru ansi stór og ansi víðtæk og ansi kostnaðarsöm. Þetta er dálítið há upphæð og ég er ekki alveg viss hvort hún sé framkvæmdarhæf fyrir næsta ár af því að aðgerðaáætlun stjórnvalda er því miður, fyrirgefið þið, dálítið léleg, hún er ekkert kostnaðarmetin eða forgangsröðuð eða neitt því um líkt, það sem við höfum fengið að sjá. Þannig að ég veit ekki, kannski klárar þetta bara aðgerðaáætlunina og það væri svo sem alveg ágætt. Ég styð þessa tillögu því að það þarf ekkert endilega að nota alla upphæðina. Það væri ágætt að hafa heimild til þess að klára það sem er hægt að klára í þeim málum því að ekki veitir af.