150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:05]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Það er ekki verið að skera niður framlög til skógræktar í þessum fjárlögum. Það er mikil aukning til skógræktar á lögbýlum. Auk þess eru, annars staðar í breytingartillögum frá meiri hlutanum, lagðar til 28 milljónir til að styðja rannsóknir í skógrækt á vegum Skógræktarinnar. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessari tillögu, enda er hún óþörf að mínu mati. En annars staðar í þessari atkvæðagreiðslu mun ég hins vegar greiða atkvæði með tillögu meiri hlutans þar sem lagðir eru til frekari fjármunir til skógræktar.