150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:12]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Herra forseti. Hér er um að ræða 400 millj. kr. sem ætlunin er að setja í einkarekna fjölmiðla, þ.e. ríkisvæða einkarekna fjölmiðla eins og tillagan lítur út í dag. Það er algerlega nóg fyrir okkur að vera með einn ríkisrekinn fjölmiðil á tímum þar sem slíkt á í raun að heyra sögunni til. Það er engin þörf á að vera með ríkisrekinn fjölmiðil í dag eins og tækniþróun og annað er orðið. Við munum hins vegar koma fram með tillögu hér fljótlega, vonandi fyrir 3. umr., þar sem við leggjum fram tillögur um hvernig hægt er að efla einkarekna fjölmiðla með ákveðnum hætti.