150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:35]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Heilbrigðisstofnanir úti um allt land líða fyrir fjárskort. Það veldur álagi á starfsfólk en einnig ónógri heilbrigðisþjónustu við íbúa landsbyggðarinnar. Allar stofnanirnar þurfa aukið fjármagn en sérstaklega þarf að líta til þeirra landsvæða þar sem íbúafjölgun er mest. Á Suðurnesjum hefur íbúum fjölgað um rúm 30% á fimm árum. Á sama tíma hafa fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja miðast við meðalíbúafjölgun á landinu öllu sem er margfalt minni en á Suðurnesjum. Hver maður sér að slík meðferð á 28.000 manna samfélagi er ill meðferð og raunar algjörlega óskiljanleg. Þær 600 milljónir sem við í Samfylkingunni leggjum til ættu að laga stöðuna eitthvað og ég hvet hv. þingmenn til að samþykkja tillögu okkar.