150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:03]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Vinna þarf markvisst að því að styrkja möguleika fatlaðs fólks og öryrkja á almennum vinnumarkaði. Íslenskur vinnumarkaður tekur lítið sem ekkert við fólki með skerta starfsgetu og það er brýnt að bæta úr því. Aukin þátttaka einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkaði dregur úr þeirri hættu að einstaklingar sem fara á örorkulífeyri festist auðveldlega í gildru fátæktar og verri lífsgæða til framtíðar. Miðflokkurinn leggur til breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið þess efnis að Vinnumálastofnun fái aukafjárveitingu upp á 200 millj. kr. svo að efla megi þetta mikilvæga úrræði og fjölga vinnusamningum öryrkja.