150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:52]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í þessum fjárlögum er ekki að sjá að gerðar verði breytingar á því að árið 2018 voru 31.000 einstaklingar undir lágmarkstekjumörkum. 15.000 einstaklingar á Íslandi búa við skort og þar af um 3.000 við grafalvarlegan skort á efnislegum gæðum. Þúsundir barna lifa enn við skort og einnig eldri borgarar og öryrkjar sem treysta sér ekki til að fara til læknis vegna ótta við kostnað af rannsóknum og lyfjum sem veikindi þeirra hafa í för með sér. Þess vegna segi ég: Það er alveg með ólíkindum að það eigi að samþykkja fjárlög sem taka ekki á þessu.