150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:51]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Þetta er góð tillaga, þetta er bara tillaga um að meira sé sett í þessar rannsóknir og þá skulum við horfa til þess að ef ekki fæst nógu mikill mannskapur eins og héraðssaksóknari hefur óskað eftir og ef ekki fæst nógu mikið fjármagn í þau stöðugildi sem þarf til að sinna þessari rannsókn eru allir þeir sem greiða atkvæði gegn þessari tillögu orðnir meðsekir í því að takmarka rannsóknina. Ef hún er takmörkuð getur hún spillst. Það er tillaga á borðinu um að leggja í þetta aukið fjármagn. Ég er ekki að segja að endilega vanti fjármagnið, það eru aðrir sem segja það — [Háreysti í þingsal.] Héraðssaksóknari sagði að það vantaði pening í fleiri stöðugildi. Það sem ég er að segja er að ef þið hafnið þessari tillögu og svo vantar fjármagn og svo vantar starfsfólk eruð þið að sjálfsögðu samábyrg í því. Ef þessi rannsókn spillist er alveg ljóst hverjum það er að kenna, meiri hlutanum á þingi. (Gripið fram í: Kannski er það bara … allan tímann.)

Þingmaðurinn segir já.