150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:21]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Hér er á ferðinni dulbúin tilraun til að naga í ræturnar á opinbera heilbrigðiskerfinu, færð í þann dularbúning að verið sé að hjálpa einhverjum tilteknum hópi sjúklinga, þegar fyrir liggur að innan opinbera heilbrigðiskerfisins eru tækifæri til að sinna fleirum og hæstv. heilbrigðisráðherra er þegar í þeim verkefnum að búa þannig um hnútana að það verði gert.

Því segi ég nei. (Gripið fram í: Hvað með biðlistastefnu ríkisstjórnarinnar?)