150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:43]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Miðflokkurinn hefur ávallt talað fyrir bættum kjörum eldri borgara og hefur flutt tillögur þess efnis, m.a. á þann veg að atvinnutekjur skerði ekki lífeyristekjur. Við eigum að sjálfsögðu að bera virðingu fyrir eldri borgurum og þeirri kynslóð sem við eigum mikið að þakka en þessi tillaga er því miður, þótt hún hljómi ágætlega, ófjármögnuð og á þeim forsendum getum við ekki stutt hana.