150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

frumvarp um menntasjóð námsmanna.

[15:20]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ekki skal ég gera lítið úr því að það eru ýmsir kostir við þetta frumvarp en eftir sem áður hef ég vissar áhyggjur af þessum vaxtaáformum. Íslenskt efnahagslíf er nú einu sinni þess eðlis að í raun vitum við aðeins eitt um það. Það er eins og veðrið, það kemur alltaf ný lægð í íslensku efnahagslífi og með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna er að mínu mati ákaflega brýnt að það sé einhver trygging í þessu fyrirkomulagi fyrir stúdenta um að vextir rjúki ekki upp úr öllu valdi. Hæstv. ráðherra vék að sviðsmyndum og sviðsmyndagerð. Ég myndi kannski vilja fá að heyra dálítið betur um þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar þeirri sviðsmyndagerð og (Forseti hringir.) hvort þar hafi verið skoðað nægilega mun verra efnahagsástand en hefur verið á undanförnum árum.