150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

ráðningarfyrirkomulag hjá RÚV.

[15:32]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og mér finnst það einmitt sjálfsagt og í góðu lagi að ráðherra fylgi því eftir að lögum sé fylgt. En mér fannst bara svar hæstv. ráðherra við fyrri fyrirspurn hér í dag á allt annan veg, eins og ráðherra ætlaði að kalla stjórnina fyrir sig til þess að breyta ákvörðun stjórnarinnar um það hvernig að ráðningu skyldi staðið. Ég gat ekki skilið hv. þm. Þorstein Sæmundsson öðruvísi en að hann túlkaði svar ráðherra á sama veg, að þessu yrði breytt og hann fagnaði því ítrekað í ræðustól að þetta væri orðið skýrt og klárt af hálfu ráðherra áður en umsóknarfresturinn rynni út. Ég bið þá hæstv. ráðherra að útskýra hvort um lagaskýringu af hálfu stjórnarinnar sé að ræða eða inngrip ráðherra í sjálfstæða ákvörðun stjórnar um það hvernig hún háttar ráðningarfyrirkomulaginu.