150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

tollalög o.fl.

245. mál
[14:26]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ef ég hefði vitað að hv. þm. Brynjar Níelsson hefði verið búinn að biðja um orðið hefði ég getað sleppt því, því að ég ætlaði að segja það sama og hann sagði. Þetta er nefnilega gott mál. Hér er verið að tala um að embætti ríkisskattstjóra og tollstjóra sameinist og verkefnasvið embættanna verði starfrækt í einni stofnun sem nefnist Skatturinn og Ríkisskattstjóri. Frumvarpið á sér töluverða forsögu þar sem sérstakur samráðshópur eða nefnd vann að því og að þeirri vinnu komu allir hagaðilar þannig að umræðan hér um að þetta sé illa undirbúið og vont mál á ekki við rök að styðjast. Svo finnst mér líka einkar áhugavert að heyra að Miðflokkurinn talar mikið um „báknið burt“ og sameiningu stofnana, en bara ekki þegar það er lagt til hér í þessum sal.