150. löggjafarþing — 41. fundur,  9. des. 2019.

skipun í stjórn Ríkisútvarpsins.

[15:29]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Staða RÚV er mjög mikilvæg og traust til RÚV er mjög mikið. Ég held að það sé þokkaleg sátt um mikilvægi fjölmiðla og mikilvægi RÚV á fjölmiðlamarkaði en líka að RÚV er mjög fyrirferðarmikið.

Þingmaðurinn spyr hvort ég telji að RÚV sé rekstrarhæft og hver staðan sé á því. Mitt svar er að við förum núna mjög gaumgæfilega yfir allar athugasemdir sem fram koma í skýrslu Ríkisendurskoðunar, enda ítreka ég að það var ráðherra sem bað um skýrsluna, m.a. vegna þess að ég taldi að það þyrfti að fara betur ofan í saumana á vissum þáttum. Skýrslan er mjög gagnleg hvað það varðar, hún er til vinnslu og er notuð þegar verið er að undirbúa þjónustusamning við RÚV.