150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

725. mál
[16:18]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég styð þetta frumvarp. Það er mikil eftirvænting meðal margra aðila í samfélaginu eftir því að það verði að lögum. Það veitir mörgum vissa úrlausn í sínum vanda. Frumvarpið er ekki fullkomið en það er í því formi að mjög auðvelt er að styðja það. Ég vil brýna fyrir stjórninni að sjá til þess að ákvæðum þess verði hrundið hratt og vel í framkvæmd, að ekki þurfi að bíða eftir því að lausnin taki að virka eins og því miður hefur orðið raunin með svokölluð brúarlán sem hafa dregist úr hófi. Ég held að enn í dag sé ekki búið að veita eitt einasta brúarlán en loksins búið að semja við allar lánastofnanir um að veita þau.