150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[16:57]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, hugtök skipta máli og ég ætla að segja það fyrir mína parta, ég er reyndar bara 1/63 af þeim sem hér eru, að ég ætlast ekki til þakklætis fyrir þennan gjörning nema þessi fimmþúsundkall verði rifinn af næsta launatékka hjá mér. Að öðru leyti fyndist mér það heldur klént og ég væri að skreyta mig með lánuðum fjöðrum ef ég ætti að taka einhvern heiður fyrir þessa samþykkt. Það skiptir máli, herra forseti, hver gefandinn er því að ef þjóðin er að gefa sjálfri sér þetta, hún borgar náttúrlega fyrir það með sköttunum sínum, þá finnst mér miklu nær að kalla þetta það sem það er, bara ferðaávísun eða eitthvað slíkt vegna þess að það að setja þetta gjafahugtak á það er afskaplega klént, herra forseti. Það minnir mig helst á það sem Bandaríkjaforseti hafði í huga áður fyrr þegar hann ætlaði að senda hverjum Bandaríkjamanni (Forseti hringir.) tékka sem alríkið borgaði en hann skrifaði undir.