150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[19:19]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður spurði um umframkostnað við framkvæmdir. Í nokkurn tíma hefur legið fyrir ágætisúttekt Ríkisendurskoðunar á útboðum Vegagerðarinnar á einstaka framkvæmdum og ekki er hægt að segja að hengja megi á það þann merkimiða að ævinlega sé farið langt út fyrir kostnaðarramma. Mig minnir, ef ég fer ekki með fleipur, virðulegi forseti, að farið sé fram úr um 7%. Það er vissulega mikið en ekki í þeim mæli sem oft má ráða af almennri umræðu.

Við ítrekum það í nefndaráliti okkar hvar einstök mannvirki lenda og hver rekur þau. Að sama skapi verða þau eignfærð með þeim hætti við skil og lok þeirra. Það er sérstakur kafli í nefndarálitinu sem ég, virðulegur forseti, las ekki sérstaklega upp um (Forseti hringir.) fjárhagsskil og slíka hluti sem ég vísa þá til. Um annað land — (Forseti hringir.) virðulegur forseti, nú hef ég lokið mínum tíma. [Hlátur í þingsal.]