150. löggjafarþing — 131. fundur,  30. júní 2020.

þingfrestun.

[02:32]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Herra forseti. Fyrir hönd okkar alþingismanna vil ég flytja forseta og varaforsetum þakkir fyrir samstarfið í vetur. Einnig þakka ég forseta hlý orð í okkar garð og síðast en ekki síst þakka ég samstarf forseta við okkar þingflokksformenn. Ég vil líka færa starfsfólki Alþingis kærar þakkir fyrir góð störf og mikilvæga aðstoð. Sú fordæmalausa staða sem hefur verið uppi í þinghaldinu síðustu mánuði hefur valdið miklu álagi á starfsfólk Alþingis og því álagi hefur það mætt með aðdáunarverðum hætti. Um leið og ég vil óska þingmönnum gleðilegs sumars og öllum landsmönnum vil ég minna á það enn og aftur að Covid er ekki búið; höldum fjarlægð, hlýðum Víði.

Að lokum ítreka ég þakkir okkar til forseta og starfsfólks Alþingis og bið þingmenn að taka undir orð mín með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]