151. löggjafarþing — 4. fundur,  6. okt. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[11:19]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Hv. þingmaður segir hér að ef í hans hlut félli arfur í þeirri stöðu sem hann er núna væri hann frjálst að ráðstafa honum en öryrki eða annar sem fær bætur úr almannatryggingakerfinu þurfi að sæta skerðingum og sé ekki frjáls að ráðstafa arfi. En þetta er ekki rétt. Það sem er rétt í þessu er að hann er fullfrjáls að taka við arfinum og ráðstafa honum eins og honum sýnist. En arfurinn kann að hafa áhrif á hvað almannatryggingakerfið telur þörf á að styðja mikið við viðkomandi. Almannatryggingakerfið lítur til þess að ef einn hefur ekki fengið neinn arf en hinn hefur kannski fengið 10–20 milljónir í arf sé rétt og sanngjarnt og eðlilegt að horfa fyrst til þess sem fékk ekki arfinn. Menn geta sagt að það sé ósanngjarnt. En það er nákvæmlega verið að reyna að hámarka nýtingu takmarkaðra fjármuna í þágu þeirra sem eru í veikastri stöðu.