151. löggjafarþing — 24. fundur,  24. nóv. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[19:21]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna og tek undir með þeim sem hafa talað um að hér er á ferðinni mikilvægt frumvarp sem snertir réttindi fólks á vinnumarkaði. En það er einmitt það sem mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um sérstaklega, þ.e. að nú er í rauninni ekkert gólf í kerfinu. Gera ráð fyrir því að ef menn eru á vinnumarkaði geti gólfið verið 268.000 á mánuði. Mig langar að inna ráðherrann eftir því hvort þess hafi verið freistað í ráðuneyti hans að reikna út hvað það myndi kosta að fara með gólfið til að mynda upp í lágmarkslaun.