151. löggjafarþing — 25. fundur,  25. nóv. 2020.

liðskiptaaðgerðir.

328. mál
[15:40]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég fagna þessari skýrslubeiðni. Að vísu liggja þessar upplýsingar, a.m.k. þær sem mestu máli skipta, allar fyrir og hafa gert lengi. En ég fagna vegna þess að ég bind vonir við að þegar skýrslan verður tilbúin og staðfestir allt það sem við í Viðreisn og ýmsir aðrir stjórnarandstöðuþingmenn hafa haldið fram allt þetta kjörtímabil muni þeir stjórnarþingmenn sem standa að skýrslubeiðninni, níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, vonandi finna hjá sér kjark og þor til að styðja þær fjölmörgu tillögur til úrbóta sem við höfum lagt fram. Ég er bjartsýn, ekki síst vegna þess að meðal meðflutningsmanna hér er þannig fólk að þetta getur ómögulega verið bara — hvað var aftur orðið? — pólitísk sýndarmennska.