151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:48]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Stjórnarmeirihlutinn leggur til að barnabætur byrji að skerðast við lágmarkstekjutrygginguna. Stjórnarmeirihlutinn lítur til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir fyrirmyndum og vill hafa barnabætur sem eins konar fátæktarstyrk. Með því að samþykkja þessa tillögu er hægt að miða við að barnabætur byrji ekki að skerðast fyrr við 410.000 kr. á mánuði. Við í Samfylkingunni viljum líta til hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að velferðarmálum, ekki síst hvað varðar velferð barna, en ekki til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gerir í þessum efnum.