151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:45]
Horfa

Brynjar Níelsson (S):

Hæstv. forseti. Ég hefði auðvitað viljað hafa miklu meira frelsi í þessu. Ég vil bara að gera örlitla athugasemd við það þegar menn líta á þetta sem eitthvert jafnréttismál. Jafnrétti er þegar báðir foreldrar hafa sama rétt. Það er jafnrétti. Það hefur ekkert með jafnrétti að gera að stjórnmálamenn skipti sér af því hvernig fólk nýtir rétt sinn. Það er einhver misskilningur í umræðunni. Það getur verið hagstætt fyrir vinnumarkaðinn en það hefur ekkert með jafnrétti að gera. Stóra málið er að þetta er aukinn réttur foreldranna, það er risamálið í þessu. Því eigum við að fagna. En í guðanna bænum ekki vera að blanda jafnrétti inn í það. (Gripið fram í.) Þetta hefur ekkert með það að gera. Jafnréttið er að báðir foreldrar hafi sama rétt. (Gripið fram í.) Að við séum að stjórna því hvernig fólk nýtir rétt sinn hefur ekkert með jafnrétti að gera. Það er stjórnsemi og ofríki og frekja. (Gripið fram í.) En ég segi já.