151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

búvörulög.

376. mál
[20:06]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Njáli Trausta Friðbertssyni fyrir andsvarið. Nei, ég tel ekki að þeir aðilar hafi verið — hvað nefndi þingmaðurinn? (Gripið fram í: Umboðslausir.) Umboðslausir. Nei, það tel ég ekki. En það sem kom fram í máli mínu og er í nefndarálitinu, sem þingmaðurinn getur bara lesið og hefur örugglega lesið, er að þar er ekki endurskoðunarákvæði, ekki efnisákvæði, tilgangsákvæði eða annað slíkt sem er venjulega í samningum á milli ríkja. Það er þess vegna sem við teljum að hægt sé að vísa beint í EES-samninginn. Þessi samningur sem þingmaðurinn var að vitna í er ekki hefðbundinn samningur á milli ríkja eins og er þegar við gerum samninga innan EES. Það er þess vegna sem við vísum í að sú leið að vísa til 112. gr. er fær. Við getum kannski leyft okkur það hér og nú að vera ósammála um það. (Gripið fram í: Sammála um að vera ósammála.) Sammála um að vera ósammála. Það er stundum bara góð lending í pólitík.