151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

Covid-19 og horfurnar fram undan, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. -- Ein umræða.

[14:56]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P):

Takk fyrir þetta. Mér fannst svarið ekki nægilega skýrt varðandi meðalhófið af því að ferðamenn sem koma til Íslands, hvort sem það eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki, þurfa nú þegar að gangast undir tvöfalda skimun sem felur í sér inngrip í friðhelgi einkalífs, bæði það að taka þetta próf, fara í sóttkví í fimm daga og fara svo aftur í skimun. Þegar þær aðgerðir voru kynntar fyrir nokkrum vikum, að gera þetta að skyldu, varð umræða um meðalhóf og að þetta væri íþyngjandi aðgerð. Þannig að með því að bæta við annarri íþyngjandi aðgerð, sem er þá að fá þessa niðurstöðu í brottfararlandinu, er verið að bæta við öðru skrefi við það að komast inn í landið. Spurning mín er hvort ráðherra telji það samræmast meðalhófi þegar við lítum á þessar aðgerðir í heild.