151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[16:20]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar aðeins að spyrja hæstv. ráðherra út í Fjölmenningarsetur. Eins og ég skil það er það verkefni Fjölmenningarseturs að taka við því fólki sem þegar hefur fengið einhvers konar opinbera stöðu innan kerfisins, þ.e. hvort sem það er kvótaflóttafólk, hælisleitendur eða fólk sem fengið hefur samþykkta umsókn um alþjóðlega vernd. Mig langaði að velta því upp hvort átt hafi sér stað einhvers konar umræður innan ráðuneytis hæstv. ráðherra um að víkka út verksvið Fjölmenningarseturs til að það nái líka yfir fólk sem kemur hingað án nokkurs konar opinberrar stöðu, þ.e. fólk sem kemur hingað til lands og sækir annaðhvort um hæli eða dvalarleyfi eða alþjóðlega vernd. Er það ekki einmitt málefni sem fellur undir ráðuneyti hæstv. ráðherra?