151. löggjafarþing — 58. fundur,  23. feb. 2021.

atvinnuleysisbótaréttur.

[13:14]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin en ég skil þau eiginlega ekki vegna þess að hann er að tala um virkni. Í hverju? Hvar á fólk að fá vinnu? Nú er mesta atvinnuleysi í sögu landsins og við erum að slá met, við erum í fyrsta skipti með meira atvinnuleysi en önnur Norðurlönd. Þá talar hann um virkni. Fólk lifir ekki á tali um virkni. Við verðum að gera eitthvað vegna þess að fólk lifir á því sem það fær inn. Þessir einstaklingar fá ekki krónu inn, ekki krónu. Ef um er að ræða hjón og annað þeirra var vinnandi en hitt öryrki þá fá þau ekki krónu inn. Á lágmarkslaunum fær enginn neitt ef hann er settur út af þessu atvinnuleysisbótakerfi. Þar af leiðandi er verið að setja fólk út á gaddinn. Á sama tíma er ekkert vandamál að borga þeim sem hafa fengið milljarða í arð. Hvernig í ósköpunum stendur á því að það þarf að hjálpa þeim en það er ekki hægt að hjálpa þessum? Hvers vegna er það svona erfitt?