151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

um fundarstjórn.

[13:43]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P):

Forseti. Mér finnst eiginlega hálfótrúlegt að ekki sé byrjað að vinna í þessari skýrslu. En því miður kemur það ekki á óvart af því að heilbrigðiskerfið hefur sýnt leghafandi fólki svo mikla vanvirðingu og vantraust síðan bara alltaf, held ég. Það eru fjöldamargar sögur, ekki bara í kringum leghálssýni og skort á fullnægjandi skoðun á þeim, heldur hefur það í rauninni með allt að gera sem viðkemur leghafandi fólki innan heilbrigðiskerfisins. Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að heyra þetta og ég vona að gripið verði til einhverra alvarlegra aðgerða.