151. löggjafarþing — 98. fundur,  19. maí 2021.

fjölmiðlar.

367. mál
[14:00]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil lýsa ánægju minni með að þetta vandræðalega mál ríkisstjórnarinnar skuli koma aftur fyrir nefnd að okkar beiðni. Við munum því ekki standa í vegi fyrir því í þessari atkvæðagreiðslu að svo verði og munum sitja hjá. Endanleg afstaða okkar til þessa máls mun væntanlega koma fram við 3. umr. þegar ljóst verður hver örlög málsins verða í allsherjar- og menntamálanefnd í dag en við höfum farið fram á að jafnhliða verði gaumgæft nýframkomið mál hv. þingmanna Óla Björns Kárasonar og Brynjars Níelssonar, auk þess sem tillaga okkar Miðflokksmanna hlýtur að koma til álita þar sem við lögðum til að ákveðinn hluti útvarpsgjalds yrði látinn frjáls þannig að neytendur gætu sjálfir ákveðið til hvaða fjölmiðla sú upphæð myndi renna.