151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[20:55]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og fram hefur komið teljum við í Samfylkingunni það vera fyrirslátt að bera fyrir sig tímaskorti vegna Covid-19 þegar kemur að jafn mikilvægu máli. Frumvarpið var lagt fram fyrir rúmum sex mánuðum og hafði áður verið í löngu samráðs- og kynningarferli um allt land sem eitt af stærstu málum ríkisstjórnarinnar. Ráðherra og ríkisstjórn hafði nægilegt svigrúm til að klára málið og að baki eru talsverð fundahöld í samfélaginu um sama efni, sömuleiðis í nefnd með hátt á annað hundrað gestakomur. Það er dapurlegt að svæfa eigi málið nú með stórum skammti um óákveðinn tíma. Óbreytt samsuða flokka að loknum kosningum mun ekki klára verkið. Núverandi meiri hluta hefur verið tíðrætt um samstöðu en ljóst er að pólitískan vilja skortir til að klára málið. Í þessu felst uppgjöf.