151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[21:04]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég, og alla vega einhverjir fleiri Píratar, greiði atkvæði gegn því að vísa þessari tillögu frá. Það er hreinlega af því að við teljum að þótt málið hafi verið gallað þá hefði alveg verið hægt að laga það. Við hefðum alveg getað lagað það í nefnd og hefðum getað verið að greiða atkvæði um þetta stóra og mikilvæga mál hér í þingsal í dag ef ríkisstjórnin hefði ekki verið svona ofboðslega mikið á móti sínum eigin málum. Víðtæk sátt, eins og er talað um, virðist bara vera neitunarvald hinna fáu, þá aðallega Sjálfstæðisflokksins býst ég við. Það er bara ekki lýðræðislegt, því miður, það eru ekki lýðræðisleg vinnubrögð.