Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 81. fundur,  30. maí 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. .

699. mál
[18:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta umhvn. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar. Þessi fyrirspurn þingmannsins á fullkomlega rétt á sér. En Carbfix-aðferðin er komin lengra en tæknin almennt í þessu. Þetta er munurinn þá á einmitt geymslu og varanlegri bindingu. Það er gríðarleg áhersla hjá Evrópusambandinu að öll löggjöfin um þessar geymslur á kolefni sé tæknilega hlutlaus þannig að hún nái ekki bara yfir eina aðferð. Með þessu orðalagi þar sem við erum að færa til baka frá því sem var samþykkt hér síðast þá erum við að víkka löggjöfina þannig að það eru fleiri sem falla undir hana. Allir sem geta geymt kolefni eða ná betri árangri og geyma kolefni varanlega, setja það varanlega niður, eiga þá að falla undir þetta því að með þessum breytingum sem við erum að gera núna þá verður þetta tæknilega hlutlaust og því ættu fleiri aðferðir að falla hér undir, nái frumvarpið fram að ganga.