Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 71. fundur,  1. mars 2023.

gjaldtaka vegna nýtingar á vindi, sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, til raforkuframleiðslu.

26. mál
[16:30]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að hv. þm. Orri Páll Jóhannsson og þingmenn Vinstri grænna viti hvar samherjar þeirra í þessum málum eru og í hvaða flokkum þeir eru og þeir eru ekki endilega í stjórnarflokkunum. En ég vil ítreka og leggja áherslu á það sem ég sagði í fyrra andsvari mínu um nauðsyn þess að við mörkum auðlindastefnu fyrir allar náttúrulegar auðlindir, takmarkaðar auðlindir, hér á landi þar sem tekið er gjald fyrir aðgang að nýtingu og síðan lögð áhersla líka á að það sé greitt af auðlindarentunni. Ég veit að hv. þingmaður er sammála mér um það. Ég hins vegar velti fyrir mér hver staðan sé í raun og veru í þessum málum þegar við erum hér einu og hálfu ári eftir að Katrín Jakobsdóttir endurnýjaði ráðuneytið sitt að bíða eftir einhverjum frumvörpum, einhverjum tillögum úr umhverfisráðuneytinu. En ég skal samt gleðjast yfir þessari.