Alþingiskosningar 1926 – landskjör

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í stjórnarskránni frá 1920 lauk kjörtímabili þriggja landskjörinna þingmanna sem kjörnir höfðu verið á þing 1916 sumarið 1926. Fór því landskjör fram 1. júlí.

Aukalandskjör fór fram 23. október 1926 til að kjósa landskjörinn þingmann í stað aðal- og varamanns sem báðir voru fallnir frá.

Við landskjörið sumarið 1926 voru lagðir fram listar fimm stjórnmálahreyfinga: Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, Frjálslynda flokksins, Íhaldsflokks og Kvennalista.

Þegar kom að aukalandskjöri um haustið voru framboðslistar aðeins tveir, listi Íhaldsflokksins og listi Framsóknarflokksins, og studdi Alþýðuflokkurinn þann síðarnefnda. Íhaldsflokknum vegnaði betur í kosningunum. Framboð hans hlaut 55,1% atkvæða og þingsætið sem kosið var um.

Um kosningarnar
Kjördagur 1. júlí 1926
Mannfjöldi 100.117
Kjósendur á kjörskrá 31.422
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 31,4%
Greidd atkvæði 14.113
Kosningaþátttaka 44,9%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 14,1%
Kosningaþátttaka karla 59,4%
Kosningaþátttaka kvenna 34,3%
Kjörnir þingmenn 3
Kosningaúrslit – landskjörnir þingmenn 1. júlí 1922
Gild atkvæði 13.947
Íhaldsflokkur 39,4% 1 þingmaður
Framsóknarflokkur 25,0% 1 þingmaður
Alþýðuflokkur 22,7% 1 þingmaður
Frjálslyndi flokkurinn 9,4%
Kvennalisti 3,5%