Alþingiskosningar 1931

Gullbringu- og Kjósarsýslu var skipt í tvö kjördæmi með lögum nr. 20/1928. Hafnarfjörður varð eftir þetta sérstakt einmenningskjördæmi og Gullbringu- og Kjósarsýsla varð einmenningskjördæmi.

Forsætisráðherra, Tryggvi Þórhallsson, rauf þing 14. apríl 1931 í þann mund er umræður um vantrauststillögu á ríkisstjórn hans voru að hefjast. Ástæða vantrauststillögunnar var deila um breytingu á kjördæmaskipan sem Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur höfðu náð samkomulagi um en Framsóknarflokkurinn, flokkur forsætisráðherrans, var henni andvígur.

Fjórir stjórnmálaflokkar, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Kommúnistaflokkur og Sjálfstæðisflokkur, buðu fram við þingkosningarnar, en enginn þeirra bauð fram í öllum 27 kjördæmum landsins. Einnig voru frambjóðendur utan flokka í kjöri.

Um kosningarnar
Kjördagur 12. júní 1931
Mannfjöldi 108.629
Kjósendur á kjörskrá 50.614
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 46,4%
Greidd atkvæði 39.605
Kosningaþátttaka 78,2%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 36,5%
Kosningaþátttaka karla 85,0%
Kosningaþátttaka kvenna 72,1%
Kjördæmakjörnir þingmenn 36
Landskjörnir þingmenn 6
Heildarfjöldi þingmanna 42
Kosningaúrslit – kjördæmakjörnir þingmenn
Gild atkvæði 38.544
Sjálfstæðisflokkur   43,8%  12 þingmenn
Framsóknarflokkur 35,9% 21 þingmaður
Alþýðuflokkur
16,1%
3 þingmenn
Kommúnistaflokkur 3,0%
Utan flokka 1,2%

Kjördæmi og þingmenn 1931
Reykjavík 2
Gullbringu- og Kjósarsýsla 1
Hafnarfjörður 1
Árnessýsla 2
Rangárvallasýsla 2
Vestmannaeyjar 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Suður-Múlasýsla 2
Seyðisfjarðarkaupstaður 1
Norður-Múlasýsla 2
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Eyjafjarðarsýsla 2
Akureyri 1
Skagafjarðarsýsla 2
Austur-Húnavatnssýsla 1
Vestur-Húnavatnssýsla 1
Strandasýsla 1
Norður-Ísafjarðarsýsla 1
Ísafjarðarkaupstaður 1
Vestur-Ísafjarðarsýsla 1
Barðastrandarsýsla 1
Dalasýsla 1
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 1
Mýrasýsla 1
Borgarfjarðarsýsla 1