Alþingiskosningar 1933

Alþingi samþykkti í júníbyrjun 1933 frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskránni sem snerist einkum um breytingar á kjördæmaskipan, lækkun á kosningaaldri úr 25 árum í 21 ár og afnám hindrana fyrir því að fólk sem fengið hafði sveitarstyrk hefði kosningarrétt. Var þing rofið 3. júní og alþingiskosningar fóru fram 16. júlí 1933.

Aðeins einn frambjóðandi var í Strandasýslu og því var ekki gengið til kosninga þar heldur varð frambjóðandinn sjálfkjörinn. Mun það ekki hafa gerst eftir þett að frambjóðandi í kjördæmi yrði sjálfkjörinn.

Fjórir flokkar buðu fram við þingkosningarnar sumarið 1933: Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Kommúnistaflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram í öllum kjördæmum nema Strandasýslu. Aðrir flokkar buðu ekki fram í öllum kjördæmum og einnig voru frambjóðendur utan flokka.

Um kosningarnar
Kjördagur 16. júlí 1933
Mannfjöldi 111.555
Kjósendur á kjörskrá 53.327
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 46,7%
Greidd atkvæði 36.772
Kosningaþátttaka 70.1%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 32,9%
Kosningaþátttaka karla 77,7%
Kosningaþátttaka kvenna 60,9%
Kjördæmakjörnir þingmenn 36
Landskjörnir þingmenn 6
Heildarfjöldi þingmanna 42
Kosningaúrslit – kjördæmakjörnir þingmenn
Gild atkvæði 35.680
Sjálfstæðisflokkur   48,0%  17 þingmenn
Framsóknarflokkur 23,9% 14 þingmenn
Alþýðuflokkur 19,2% 4 þingmenn
Kommúnistaflokkur 7,5%
Utan flokka 1,4% 1 þingmaður
Kjördæmi og þingmenn 1933
Reykjavík 4
Gullbringu- og Kjósarsýsla 1
Hafnarfjörður 1
Árnessýsla 2
Rangárvallasýsla 2
Vestmannaeyjar 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Suður-Múlasýsla 2
Seyðisfjarðarkaupstaður 1
Norður-Múlasýsla 2
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Eyjafjarðarsýsla 2
Akureyri 1
Skagafjarðarsýsla 2
Austur-Húnavatnssýsla 1
Vestur-Húnavatnssýsla 1
Strandasýsla 1
Norður-Ísafjarðarsýsla 1
Ísafjarðarkaupstaður 1
Vestur-Ísafjarðarsýsla 1
Barðastrandarsýsla 1
Dalasýsla 1
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 1
Mýrasýsla 1
Borgarfjarðarsýsla 1