Alþingiskosningar 1937

Þing var rofið 20. apríl 1937 (pólitískt þingrof) og boðað til kosninga sem fóru fram 20. júní.

Sex stjórnmálasamtök buðu fram við kosningarnar: Alþýðuflokkur, Bændaflokkur, Framsóknarflokkur, Kommúnistaflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Þjóðernissinnar. Enginn þessara flokka bauð fram í öllum kjördæmum landsins.

Um kosningarnar
Kjördagur 20. júní 1937
Mannfjöldi 116.880
Kjósendur á kjörskrá 67.195
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 57,1%
Greidd atkvæði 59.096
Kosningaþátttaka 87,9%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 50,6%
Kosningaþátttaka karla 91,9%
Kosningaþátttaka kvenna 84,2%
Kjördæmakjörnir þingmenn 38
Jöfnunarþingmenn 11
Heildarfjöldi þingmanna 49
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 58.415
Sjálfstæðisflokkur   41,3% 17 þingmenn
Framsóknarflokkur   24,9%  19 þingmenn
Alþýðuflokkur 19,0% 8 þingmenn
Kommúnistaflokkur 8,5% 3 þingmenn
Bændaflokkur 6,1% 2 þingmenn
Þjóðernissinnar 0,2%
Utan flokka  0,0%  
Jöfnunarþingmenn
Sjálfstæðisflokkur 5
Alþýðuflokkur 3
Kommúnistaflokkurinn 2
Bændaflokkurinn 1
Kjördæmi og þingmenn 1937
Einmenningskjördæmi
Borgarfjarðarsýsla 1
Mýrasýsla 1
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 1
Dalasýsla 1
Barðastrandarsýsla 1
Vestur-Ísafjarðarsýsla 1
Ísafjarðarkaupstaður 1
Norður-Ísafjarðarsýsla 1
Strandasýsla 1
Vestur-Húnavatnssýsla 1
Austur-Húnavatnssýsla 1
Akureyrarkaupstaður 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Seyðisfjarðarkaupstaður 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Vestmannaeyjakaupstaður 1
Hafnarfjarðarkaupstaður 1
Gullbringu- og Kjósarsýsla 1
Tvímenningskjördæmi
Skagafjarðarsýsla 2
Eyjafjarðarsýsla og Siglufjarðarkaupstaður 2
Norður-Múlasýsla 2
Suður-Múlasýsla og Neskaupstaður 2
Rangárvallasýsla 2
Árnessýsla 2
Kjördæmi með hlutfallskosningu
Reykjavík 6