Alþingiskosningar 1942 – fyrri kosningar ársins

Vorið 1941 samþykkti Alþingi vegna síðari heimsstyrjaldarinnar að fresta þingkosningum sem áttu að fara fram það ár. Ári síðar, vorið 1942, hafði náðst samstaða meiri hluta þingsins um að gera breytingar á kjördæmaskipan. Þing var því rofið 23. maí 1942 og fóru kosningar fram 5. júlí.

Sex stjórnmálasamtök lögðu fram framboðslista við kosningarnar: Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Frjálslyndir vinstri menn, Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistaflokkur og Þjóðveldismenn. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur buðu fram í öllum kjördæmum, Sósíalistaflokkurinn í öllum nema þremur, Alþýðuflokkurinn í öllum nema tveimur en Þjóðveldismenn og Frjálslyndir vinstri menn buðu aðeins fram í Reykjavíkurkjördæmi.

Um kosningarnar
Kjördagur 5. júlí 1942
Mannfjöldi 122.385
Kjósendur á kjörskrá 73.440
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 59,7%
Greidd atkvæði 58.940
Kosningaþátttaka 80,3%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 48,1%
Kosningaþátttaka karla 86,3%
Kosningaþátttaka kvenna 74,6%
Kjördæmakjörnir þingmenn 38
Jöfnunarþingmenn 11
Heildarfjöldi þingmanna 49
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 58.131
Sjálfstæðisflokkur   39,5%  17 þingmenn
Framsóknarflokkur   27,6%  20 þingmenn
Sósíalistaflokkur 16,2% 6 þingmenn
Alþýðuflokkur 15,4% 6 þingmenn
Þjóðveldismenn 1,1%
Frjálslyndir vinstri menn  0,2%  
Jöfnunarþingmenn
Sjálfstæðisflokkur 6
Sósíalistaflokkur 4
Alþýðuflokkur 1
Kjördæmi og þingmenn 5. júlí 1942
Einmenningskjördæmi
Borgarfjarðarsýsla 1
Mýrasýsla 1
Snæfellsnessýsla 1
Dalasýsla 1
Barðastrandarsýsla 1
Vestur-Ísafjarðarsýsla 1
Ísafjarðarkaupstaður 1
Norður-Ísafjarðarsýsla 1
Strandasýsla 1
Vestur-Húnavatnssýsla 1
Austur-Húnavatnssýsla 1
Akureyrarkaupstaður 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Seyðisfjarðarkaupstaður 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Vestmannaeyjakaupstaður 1
Hafnarfjarðarkaupstaður 1
Gullbringu- og Kjósarsýsla 1
Tvímenningskjördæmi
Skagafjarðarsýsla 2
Eyjafjarðarsýsla og Siglufjarðarkaupstaður 2
Norður-Múlasýsla 2
Suður-Múlasýsla og Neskaupstaður 2
Rangárvallasýsla 2
Árnessýsla 2
Kjördæmi með hlutfallskosningu
Reykjavík 6