Alþingiskosningar 1953

Samkvæmt lögum nr. 80/1942, um kosningar til Alþingis, skyldu almennar þingkosningar fara fram síðasta sunnudag júnímánaðar. Kosningar höfðu síðast farið fram haustið 1949 og var því umboð þingmanna gilt til jafnlengdar árið 1953. Svo að fylgt yrði ákvæðum kosningalaga um kjördag var þing rofið 28. júní 1953 og þann dag fóru alþingiskosningar fram.

Sex stjórnmálasamtök buðu fram við þingkosningarnar 1953: Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Lýðveldisflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistaflokkur og Þjóðvarnarflokkur. Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur buðu fram í öllum kjördæmum, Framsóknarflokkurinn í öllum kjördæmum nema tveimur og Alþýðuflokkurinn í öllum nema fjórum. Þjóðvarnarflokkurinn bauð fram í 12 kjördæmum en Lýðveldisflokkurinn í þremur.

Um kosningarnar
Kjördagur 28. júní 1953
Mannfjöldi 148.978
Kjósendur á kjörskrá 87.601
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 58,4%
Greidd atkvæði 78.754
Kosningaþátttaka 89,9%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 52,8%
Kosningaþátttaka karla 92,8%
Kosningaþátttaka kvenna 87,0%
Kjördæmakjörnir þingmenn 41
Jöfnunarþingmenn 11
Heildarfjöldi þingmanna 52
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 77.410
Sjálfstæðisflokkur   37,1%  21 þingmaður
Framsóknarflokkur   21,9%  16 þingmenn
Sósíalistaflokkur   16,0%  7 þingmenn
Alþýðuflokkur 15,6% 6 þingmenn
Þjóðvarnarflokkur 6,0% 2 þingmenn
Lýðveldisflokkur 3,3%
Jöfnunarþingmenn
Alþýðuflokkur   5
Sósíalistaflokkur 5
Þjóðvarnarflokkur 1
Kjördæmi og þingmenn 1953
Einmenningskjördæmi
Borgarfjarðarsýsla 1
Mýrasýsla 1
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 1
Dalasýsla 1
Barðastrandarsýsla 1
Vestur-Ísafjarðarsýsla 1
Ísafjarðarkaupstaður 1
Norður-Ísafjarðarsýsla 1
Strandasýsla 1
Vestur-Húnavatnssýsla 1
Austur-Húnavatnssýsla 1
Siglufjarðarkaupstaður 1
Akureyrarkaupstaður 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Seyðisfjarðarkaupstaður 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Vestmannaeyjakaupstaður 1
Hafnarfjarðarkaupstaður 1
Gullbringu- og Kjósarsýsla 1
Tvímenningskjördæmi – hlutfallskosning
Skagafjarðarsýsla 2
Eyjafjarðarsýsla og Siglufjarðarkaupstaður 2
Norður-Múlasýsla 2
Suður-Múlasýsla og Neskaupstaður 2
Rangárvallasýsla 2
Árnessýsla 2
Kjördæmi með hlutfallskosningu
Reykjavík 8