Alþingiskosningar 1956

Ríkisstjórnin baðst lausnar 27. mars. Þing var rofið 24. júní 1956, um ári áður en kjörtímabili væri lokið, og fóru alþingiskosningar fram þann dag.


Fimm stjórnmálasamtök lögðu fram framboðslista við kosningarnar: Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Þjóðvarnarflokkur. Alþýðubandalagið var stofnað í aprílbyrjun þetta ár sem kosningabandalag tveggja stjórnmálaafla, Sósíalistaflokksins og Málfundafélags jafnaðarmanna sem bæði voru á vinstri væng stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið buðu fram í öllum kjördæmum en Þjóðvarnarflokkurinn í 22 kjördæmum. Tveir flokkanna, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, gerðu með sér kosningabandalag og buðu fram sameiginlegan lista í öllum kjördæmum með það að markmiði að öðlast meiri hluta á Alþingi. Úrslit urðu þau að flokkarnir tveir höfðu samanlagt 25 þingmenn af 52 að kosningum loknum og náðu þeir því ekki markmiði sínu.

   Um kosningarnar
Kjördagur 24. júní 1956
Mannfjöldi 159.480
Kjósendur á kjörskrá 91.618
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 56,8%
Greidd atkvæði 84.355
Kosningaþátttaka 92,1%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 52,9%
Kosningaþátttaka karla 94,8%
Kosningaþátttaka kvenna 89,4%
Kjördæmakjörnir þingmenn 41
Jöfnunarþingmenn 11
Heildarfjöldi þingmanna 52
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 82.678
Sjálfstæðisflokkur   42,4%  19 þingmenn
Alþýðubandalag 19,2% 8 þingmenn
Alþýðuflokkur 18,3% 8 þingmenn
Framsóknarflokkur 15,6% 17 þingmenn
Þjóðvarnarflokkur 4,5%
Jöfnunarþingmenn
Alþýðubandalag 5
Alþýðuflokkur 4
Sjálfstæðisflokkur 2
Kjördæmi og þingmenn 1956
Einmenningskjördæmi
Borgarfjarðarsýsla 1
Mýrasýsla 1
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 1
Dalasýsla 1
Barðastrandarsýsla 1
Vestur-Ísafjarðarsýsla 1
Ísafjarðarkaupstaður 1
Norður-Ísafjarðarsýsla 1
Strandasýsla 1
Vestur-Húnavatnssýsla 1
Austur-Húnavatnssýsla 1
Siglufjarðarkaupstaður 1
Akureyrarkaupstaður 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Seyðisfjarðarkaupstaður 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Vestmannaeyjakaupstaður 1
Hafnarfjarðarkaupstaður 1
Gullbringu- og Kjósarsýsla 1
Tvímenningskjördæmi – hlutfallskosning
Skagafjarðarsýsla 2
Eyjafjarðarsýsla og Siglufjarðarkaupstaður 2
Norður-Múlasýsla 2
Suður-Múlasýsla og Neskaupstaður 2
Rangárvallasýsla 2
Árnessýsla 2
Kjördæmi með hlutfallskosningu
Reykjavík 8