Alþingiskosningar 1959 – fyrri kosningar ársins

Kjördæmaskipan hafði ekki breyst frá 1942 þegar meiri hluti Alþingis samþykkti frumvarp til stjórnarskipunarlaga 9. maí 1959 sem fól í sér gagngera breytingu á kjördæmaskipan og fjölgun þingmanna úr 52 í 60. Alþingi var rofið 28. júní og fóru alþingiskosningar fram þann dag, um það bil ári áður en reglulegar þingkosningar hefðu verið haldnar ef ekki hefði komið til þingrofsins.

Fimm stjórnmálaflokkar lögðu fram framboðslista við fyrri þingkosningar ársins 1959: Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Þjóðvarnarflokkur.

Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn buðu fram í öllum kjördæmum landsins, Alþýðuflokkurinn bauð ekki fram í Vestur-Skaftafellssýslu og Þjóðvarnarflokkurinn bauð aðeins fram í Reykjavík og Norður-Þingeyjarsýslu.

Um kosningarnar
Kjördagur 28. júní 1959
Mannfjöldi 170.156
Kjósendur á kjörskrá 95.050
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 55,3%
Greidd atkvæði 86.147
Kosningaþátttaka 90,6%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 50,6%
Kosningaþátttaka karla 93,1%
Kosningaþátttaka kvenna 88,2%
Kjördæmakjörnir þingmenn 41
Jöfnunarþingmenn 11
Heildarfjöldi þingmanna 52
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 84.788
Sjálfstæðisflokkur   42,5%  20 þingmenn
Framsóknarflokkur   27,2%  19 þingmenn
Alþýðubandalag 15,3% 7 þingmenn
Alþýðuflokkur 12,5% 6 þingmenn
Þjóðvarnarflokkur 2,5%
Jöfnunarþingmenn
Alþýðubandalag 6
Alþýðuflokkur 5
Kjördæmi og þingmenn 28. júní 1959
Einmenningskjördæmi
Borgarfjarðarsýsla 1
Mýrasýsla 1
Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla 1
Dalasýsla 1
Barðastrandarsýsla 1
Vestur-Ísafjarðarsýsla 1
Ísafjarðarkaupstaður 1
Norður-Ísafjarðarsýsla 1
Strandasýsla 1
Vestur-Húnavatnssýsla 1
Austur-Húnavatnssýsla 1
Siglufjarðarkaupstaður 1
Akureyrarkaupstaður 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Seyðisfjarðarkaupstaður 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Vestmannaeyjakaupstaður 1
Hafnarfjarðarkaupstaður 1
Gullbringu- og Kjósarsýsla 1
Tvímenningskjördæmi – hlutfallskosning
Skagafjarðarsýsla 2
Eyjafjarðarsýsla og Siglufjarðarkaupstaður 2
Norður-Múlasýsla 2
Suður-Múlasýsla og Neskaupstaður 2
Rangárvallasýsla 2
Árnessýsla 2
Kjördæmi með hlutfallskosningu
Reykjavík 8