Alþingiskosningar 1971

Með lögum nr. 9/1968, um breytingu á stjórnarskránni, var aldurstakmark við alþingiskosningar lækkað úr 21 ári í 20 ár. Áhrifa þessarar lagabreytingar gætti fyrst í þingkosningunum í júní 1971.

Sex stjórnmálasamtök buðu fram við þingkosningarnar sumarið 1971. Fern þeirra, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, lögðu fram framboðslista í öllum kjördæmum en Samtök frjálslyndra og vinstri manna í öllum kjördæmum nema Norðurlandskjördæmi vestra. Framboðsflokkurinn bauð fram í þremur kjördæmum: Reykjavíkurkjördæmi, Reykjaneskjördæmi og Suðurlandskjördæmi.

Um kosningarnar
Kjördagur 13. júní 1971
Mannfjöldi 204.834
Kjósendur á kjörskrá 118.289
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 57,6%
Greidd atkvæði 106.975
Kosningaþátttaka 90,4%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 52,2%
Kosningaþátttaka karla 92,2%
Kosningaþátttaka kvenna 88,6%
Kjördæmakjörnir þingmenn 49
Jöfnunarþingmenn 11
Heildarfjöldi þingmanna 60
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 105.395
Sjálfstæðisflokkur   36,2%  22 þingmenn
Framsóknarflokkur   25,3%  17 þingmenn
Alþýðubandalag   17,1%  10 þingmenn
Alþýðuflokkur 10,5% 6 þingmenn
Samtök frjálslyndra og vinstri manna 8,9% 5 þingmenn
Framboðsflokkurinn 2,0%
Jöfnunarþingmenn
Alþýðuflokkur 4
Alþýðubandalag 3
Samtök frjálslyndra og vinstri manna  2
Sjálfstæðisflokkur 2
Kjördæmi og þingmenn 1971
Reykjavíkurkjördæmi 16 þingmenn
Reykjaneskjördæmi 8 þingmenn
Vesturlandskjördæmi 6 þingmenn
Vestfjarðakjördæmi 6 þingmenn
Norðurlandskjördæmi vestra 6 þingmenn
Norðurlandskjördæmi eystra 6 þingmenn
Austurlandskjördæmi 6 þingmenn
Suðurlandskjördæmi 6 þingmenn
Þingmenn að loknum alþingiskosningum 13. júní 1971
Reykjavíkurkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Jóhann Hafstein Sjálfstæðisflokkur
2. Geir Hallgrímsson Sjálfstæðisflokkur
3. Magnús Kjartansson Alþýðubandalag
4. Þórarinn Þórarinsson Framsóknarflokkur
5. Gunnar Thoroddsen Sjálfstæðisflokkur
6. Auður Auðuns Sjálfstæðisflokkur
7. Gylfi Þ. Gíslason Alþýðuflokkur
8. Eðvarð Sigurðsson Alþýðubandalag
9. Magnús Torfi Ólafsson Samtök frjálslyndra og vinstri manna
10. Pétur Sigurðsson Sjálfstæðisflokkur
11. Einar Ágústsson Framsóknarflokkur
12. Ragnhildur Helgadóttir Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmenn
13. Eggert G. Þorsteinsson Alþýðuflokkur
14. Svava Jakobsdóttir Alþýðubandalag
15. Bjarni Guðnason Samtök frjálslyndra og vinstri manna
16. Ellert B. Schram Sjálfstæðisflokkur
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Matthías Á. Mathiesen Sjálfstæðisflokkur
2. Jón Skaftason Framsóknarflokkur
3. Oddur Ólafsson Sjálfstæðisflokkur
4. Gils Guðmundsson Alþýðubandalag
5. Jón Ármann Héðinsson Alþýðuflokkur
Jöfnunarþingmenn
6. Stefán Gunnlaugsson Reykjaneskjördæmi
7. Geir Gunnarsson Alþýðubandalag
8. Ólafur G. Einarsson Sjálfstæðisflokkur
Vesturlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Ásgeir Bjarnason Framsóknarflokkur
2. Jón Árnason Sjálfstæðisflokkur
3. Halldór E. Sigurðsson Framsóknarflokkur
4. Friðjón Þórðarson Sjálfstæðisflokkur
5. Jónas Árnason Alþýðubandalag
Jöfnunarþingmaður
6. Benedikt Gröndal Alþýðuflokkur
Vestfjarðakjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Steingrímur Hermannsson Framsóknarflokkur
2. Matthías Bjarnason Sjálfstæðisflokkur
3. Hannibal Valdimarsson Samtök frjálslyndra og vinstri manna
4. Bjarni Guðbjörnsson Framsóknarflokkur
5. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Karvel Pálmason Samtök frjálslyndra og vinstri manna
Norðurlandskjördæmi vestra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Ólafur Jóhannesson Framsóknarflokkur
2. Gunnar Gíslason Sjálfstæðisflokkur
3. Björn Pálsson Framsóknarflokkur
4. Ragnar Arnalds Alþýðubandalag
5. Pálmi Jónsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Pétur Pétursson Alþýðuflokkur
Norðurlandskjördæmi eystra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Gísli Guðmundsson Framsóknarflokkur
2. Magnús Jónsson Sjálfstæðisflokkur
3. Ingvar Gíslason Framsóknarflokkur
4. Stefán Valgeirsson Framsóknarflokkur
5. Lárus Jónsson Sjálfstæðisflokkur
6. Björn Jónsson Samtök frjálslyndra og vinstri manna
Austurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Eysteinn Jónsson Framsóknarflokkur
2. Lúðvík Jósepsson Alþýðubandalag
3. Páll Þorsteinsson Framsóknarflokkur
4. Sverrir Hermannsson Sjálfstæðisflokkur
5. Vilhjálmur Hjálmarsson Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Helgi Seljan Alþýðubandalag
Suðurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Ingólfur Jónsson Sjálfstæðisflokkur
2. Ágúst Þorvaldsson Framsóknarflokkur
3. Guðlaugur Gíslason Sjálfstæðisflokkur
4. Björn Fr. Björnsson Framsóknarflokkur
5. Garðar Sigurðsson Alþýðubandalag
6. Steinþór Gestsson Sjálfstæðisflokkur