Alþingiskosningar 1987

Samkvæmt stjórnarskrárbreytingu sem Alþingi gerði vorið 1984 varð kosningaaldur 18 ár. Þingmönnum var fjölgað um þrjá og tekin upp ný aðferð við úthlutun þingsæta til kjördæma, regla stærstu leifar, en d'Hondt-reglu var beitt við úthlutun jöfnunarþingsæta eins og verið hafði. Landfræðileg kjördæmaskipting var óbreytt. Meginmarkmið breytinganna var að þingstyrkur flokka endurspeglaði kjörfylgi þeirra og einnig var dregið úr hinum mikla mun sem orðinn var á vægi atkvæða eftir kjördæmum.

Sú breyting varð með lögum nr. 66/1984, um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis, að allir jöfnunarþingmenn voru tengdir kjördæmum, utan einn, sem fékk af þessu viðurnefnið flakkari. Í kosningunum 1987 kom flakkarinn í hlut Vesturlandskjördæmis.

Samkvæmt kosningalögum áttu reglulegar alþingiskosningar að fara fram síðasta laugardag júnímánaðar en með bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 2/1987 var kjördagur ákvarðaður laugardaginn 25. apríl.

Alls lögðu tíu stjórnmálasamtök fram framboðslista við alþingiskosningarnar 1987. Sjö þeirra buðu fram í öllum kjördæmum: Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Borgaraflokkur, Flokkur mannsins, Framsóknarflokkur, Samtök um kvennalista og Sjálfstæðisflokkur.

Þjóðarflokkurinn bauð fram í Vesturlandskjördæmi, Vestfjarðakjördæmi, Norðurlandskjördæmi vestra, Norðurlandskjördæmi eystra og Austurlandskjördæmi.

Bandalag jafnaðarmanna bauð fram í Reykjavíkurkjördæmi og Reykjaneskjördæmi en Samtök um jafnrétti og félagshyggju buðu einungis fram í Norðurlandskjördæmi eystra. Var síðastnefnda framboðið hið eina þeirra sem ekki bauð fram í öllum kjördæmum sem fékk fulltrúa kjörinn á þing.

Um kosningarnar
Kjördagur 25. apríl 1987
Mannfjöldi 244.157
Kjósendur á kjörskrá 171.402
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 70,0%
Greidd atkvæði 154.438
Kosningaþátttaka 90,1%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 63,2%
Kosningaþátttaka karla 90,5%
Kosningaþátttaka kvenna 89,7%
Kjördæmakjörnir þingmenn 50
Jöfnunarþingmenn 13
Heildarfjöldi þingmanna 63
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 152.722
Sjálfstæðisflokkur   27,2%  18 þingmenn
Framsóknarflokkur   18,9%  13 þingmenn
Alþýðuflokkur   15,2%  10 þingmenn
Alþýðubandalag 13,3% 8 þingmenn
Borgaraflokkur 10,9% 7 þingmenn
Samtök um kvennalista 10,1% 6 þingmenn
Flokkur mannsins  1,6%  
Þjóðarflokkur  1,3%  
Samtök um jafnrétti og félagshyggju 1,2% 1 þingmaður
Bandalag jafnaðarmanna 0,2%
Jöfnunarþingmenn
Borgaraflokkur  4
Samtök um kvennalista   4
Sjálfstæðisflokkur   4
Alþýðuflokkur 3
Kjördæmi og þingmenn 1987
Reykjavíkurkjördæmi 18 þingmenn
Reykjaneskjördæmi 11 þingmenn
Vesturlandskjördæmi 6 þingmenn
Vestfjarðakjördæmi 5 þingmenn
Norðurlandskjördæmi vestra 5 þingmenn
Norðurlandskjördæmi eystra 7 þingmenn
Austurlandskjördæmi 5 þingmenn
Suðurlandskjördæmi 6 þingmenn
Þingmenn að loknum alþingiskosningum 25. apríl 1987
Reykjavíkurkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Friðrik Sophusson Sjálfstæðisflokkur
2. Birgir Ísleifur Gunnarsson Sjálfstæðisflokkur
3. Ragnhildur Helgadóttir Sjálfstæðisflokkur
4. Jón Sigurðsson Alþýðuflokkur
5. Albert Guðmundsson Borgaraflokkur
6. Guðrún Agnarsdóttir Samtök um kvennalista
7. Svavar Gestsson Alþýðubandalag
8. Eyjólfur Konráð Jónsson Sjálfstæðisflokkur
9. Jóhanna Sigurðardóttir Alþýðuflokkur
10. Guðmundur G. Þórarinsson Framsóknarflokkur
11. Guðmundur Ágústsson Borgaraflokkur
12. Kristín Einarsdóttir Samtök um kvennalista
13. Guðrún Helgadóttir Alþýðubandalag
14. Guðmundur H. Garðarsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmenn
15. Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðuflokkur
16. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Borgaraflokkur
17. Geir H. Haarde Sjálfstæðisflokkur
18. Þórhildur Þorleifsdóttir Samtök um kvennalista
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Matthías Á. Mathiesen Sjálfstæðisflokkur
2. Ólafur G. Einarsson Sjálfstæðisflokkur
3. Steingrímur Hermannsson Framsóknarflokkur
4. Kjartan Jóhannsson Alþýðuflokkur
5. Geir Gunnarsson Alþýðubandalag
6. Salome Þorkelsdóttir Sjálfstæðisflokkur
7. Júlíus Sólnes Borgaraflokkur
8. Jóhann Einvarðsson Framsóknarflokkur
9. Karl Steinar Guðnason Alþýðuflokkur
Jöfnunarþingmenn
10. Kristín Halldórsdóttir Samtök um kvennalista
11. Hreggviður Jónsson Borgaraflokkur
Vesturlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Alexander Stefánsson Framsóknarflokkur
2. Friðjón Þórðarson Sjálfstæðisflokkur
3. Eiður Guðnason Alþýðuflokkur
4. Skúli Alexandersson Alþýðubandalag
Jöfnunarþingmaður
5. Ingi Björn Albertsson Borgaraflokkur
Flakkari
6. Danfríður Skarphéðinsdóttir Samtök um kvennalista
Vestfjarðakjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Matthías Bjarnason Sjálfstæðisflokkur
2. Ólafur Þ. Þórðarson Framsóknarflokkur
3. Karvel Pálmason Alþýðuflokkur
4. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmaður
5. Sighvatur Björgvinsson Alþýðuflokkur
Norðurlandskjördæmi vestra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Páll Pétursson Framsóknarflokkur
2. Pálmi Jónsson Sjálfstæðisflokkur
3. Stefán Guðmundsson Framsóknarflokkur
4. Ragnar Arnalds Alþýðubandalag
Jöfnunarþingmaður
5. Jón Sæmundur Sigurjónsson Alþýðuflokkur
Norðurlandskjördæmi eystra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Guðmundur Bjarnason Framsóknarflokkur
2. Halldór Blöndal Sjálfstæðisflokkur
3. Árni Gunnarsson Alþýðuflokkur
4. Steingrímur J. Sigfússon Alþýðubandalag
5. Valgerður Sverrisdóttir Framsóknarflokkur
6. Stefán Valgeirsson Samtök um jafnrétti og félagshyggju
Jöfnunarþingmaður
7. Málmfríður Sigurðardóttir Samtök um kvennalista
Austurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokkur
2. Hjörleifur Guttormsson Alþýðubandalag
3. Jón Kristjánsson Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmaður
4. Egill Jónsson Sjálfstæðisflokkur
Suðurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðisflokkur
2. Jón Helgason Framsóknarflokkur
3. Eggert Haukdal Sjálfstæðisflokkur
4. Margrét Frímannsdóttir Alþýðubandalag
5. Guðni Ágústsson Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Óli Þ. Guðbjartsson Borgaraflokkur