Alþingiskosningar 1999

Þar sem síðast var kosið til Alþingis 8. apríl 1995 hefðu kosningar átt að fara fram í síðasta lagi 27. mars 1999 en samkvæmt kosningalögum var kjördagur reglulegra alþingiskosninga annar laugardagur maímánaðar. Til þess að kjósa mætti á þeim degi var sett bráðabirgðaákvæði í stjórnarskipunarlög árið 1995.

Sex stjórnmálasamtök buðu fram í öllum kjördæmum við alþingiskosningarnar 1999: Framsóknarflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, Húmanistaflokkur, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Þessir flokkar komu allir að þingmönnum í kosningunum.

Kristilegi lýðræðisflokkurinn bauð fram í Reykjavíkurkjördæmi og Reykjaneskjördæmi og Anarkistar á Íslandi buðu fram í Reykjavíkurkjördæmi.

Um kosningarnar
Kjördagur 8. maí 1999
Mannfjöldi 275.712
Kjósendur á kjörskrá 201.480
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 72,8%
Greidd atkvæði 169.424
Kosningaþátttaka 84,1%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 61,5%
Kosningaþátttaka karla 83,8%
Kosningaþátttaka kvenna 84,4%
Kjördæmakjörnir þingmenn 50
Jöfnunarþingmenn 13
Heildarfjöldi þingmanna 63
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 165.727
Sjálfstæðisflokkur  40,7% 26 þingmenn
Samfylkingin   26,8% 17 þingmenn
Framsóknarflokkur 18,4% 12 þingmenn
Vinstrihreyfingin – grænt framboð 9,1% 6 þingmenn
Frjálslyndi flokkurinn 4,2% 2 þingmenn
Húmanistaflokkur 0,4%
Kristilegi lýðræðisflokkurinn 0,3%
Anarkistar á Íslandi 0,1%
Jöfnunarþingmenn
Vinstrihreyfingin – grænt framboð 4
Samfylkingin   3
Sjálfstæðisflokkurinn   3
Framsóknarflokkur 2
Frjálslyndi flokkurinn 1
Kjördæmi og þingmenn 1999
Reykjavíkurkjördæmi 19 þingmenn
Reykjaneskjördæmi 12 þingmenn
Vesturlandskjördæmi 5 þingmenn
Vestfjarðakjördæmi 5 þingmenn
Norðurlandskjördæmi vestra 5 þingmenn
Norðurlandskjördæmi eystra 6 þingmenn
Austurlandskjördæmi 5 þingmenn
Suðurlandskjördæmi 6 þingmenn
Þingmenn að loknum alþingiskosningum 8. maí 1999
Reykjavíkurkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Davíð Oddsson Sjálfstæðisflokkur
2. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokkur
3. Geir H. Haarde Sjálfstæðisflokkur
4. Sólveig Pétursdóttir Sjálfstæðisflokkur
5. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingin
6. Lára Margrét Ragnarsdóttir Sjálfstæðisflokkur
7. Össur Skarphéðinsson Samfylkingin
8. Guðmundur Hallvarðsson Sjálfstæðisflokkur
9. Bryndís Hlöðversdóttir Samfylkingin
10. Pétur H. Blöndal Sjálfstæðisflokkur
11. Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingin
12. Finnur Ingólfsson Framsóknarflokkur
13. Ögmundur Jónasson Vinstrihreyfingin – grænt framboð
14. Katrín Fjeldsted Sjálfstæðisflokkur
15. Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylkingin
Jöfnunarþingmenn
16. Ólafur Örn Haraldsson Framsóknarflokkur
17. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstrihreyfingin – grænt framboð
18. Sverrir Hermannsson Frjálslyndi flokkurinn
19. Ásta Möller Sjálfstæðisflokkur
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Árni M. Mathiesen Sjálfstæðisflokkur
2. Gunnar Birgisson Sjálfstæðisflokkur
3. Sigríður A. Þórðardóttir Sjálfstæðisflokkur
4. Rannveig Guðmundsdóttir Samfylkingin
5. Þorgerður K. Gunnarsdóttir Sjálfstæðisflokkur
6. Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin
7. Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokkur
8. Kristján Pálsson Sjálfstæðisflokkur
9. Sigríður Jóhannesdóttir Samfylkingin
Jöfnunarþingmenn
10. Hjálmar Árnason Framsóknarflokkur
11. Árni R. Árnason Sjálfstæðisflokkur
12. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingin
Vesturlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Sturla Böðvarsson Sjálfstæðisflokkur
2. Ingibjörg Pálmadóttir Framsóknarflokkur
3. Jóhann Ársælsson Samfylkingin
4. Guðjón Guðmundsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmaður
5. Gísli S. Einarsson Samfylkingin
Vestfjarðakjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Einar K. Guðfinnsson Sjálfstæðisflokkur
2. Sighvatur Björgvinsson Samfylkingin
3. Kristinn H. Gunnarsson Framsóknarflokkur
4. Guðjón A. Kristinsson Frjálslyndi flokkurinn
Jöfnunarþingmaður
5. Einar Oddur Kristjánsson Sjálfstæðisflokkur
Norðurlandskjördæmi vestra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Hjálmar Jónsson Sjálfstæðisflokkur
2. Páll Pétursson Framsóknarflokkur
3. Kristján L. Möller Samfylkingin
4. Vilhjálmur Egilsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmaður
5. Jón Bjarnason Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Norðurlandskjördæmi eystra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Halldór Blöndal Sjálfstæðisflokkur
2. Valgerður Sverrisdóttir Framsóknarflokkur
3. Steingrímur J. Sigfússon Vinstrihreyfingin – grænt framboð
4. Svanfríður Jónasdóttir Samfylkingin
5. Tómas Ingi Olrich Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Árni Steinar Jóhannsson Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Austurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokkur
2. Arnbjörg Sveinsdóttir Sjálfstæðisflokkur
3. Jón Kristjánsson Framsóknarflokkur
4. Einar Már Sigurðarson Samfylkingin
Jöfnunarþingmaður
5. Þuríður Backman Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Suðurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Árni Johnsen Sjálfstæðisflokkur
2. Guðni Ágústsson Framsóknarflokkur
3. Margrét Frímannsdóttir Samfylkingin
4. Drífa Hjartardóttir Sjálfstæðisflokkur
5. Ísólfur Gylfi Pálmason Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingin